Harpa Arnardóttir, leikkona, hugljómaðist af smæð húsanna og öllum dýrunum sem þar áttu heima en voru svo áþreifanlega fjarverandi. Sálir húsanna hafa fylgt henni síðan. Harpa fékk þrjá listamenn til liðs við sig til að rita tíu örverk og þeir eru: Haraldur Jónsson, myndlistarmaður, Auður Ava Ólafsdóttir, rithöfundur og Örvar Þóreyjarson Smárason tónlistarmaður. Verk Hörpu heitir DÝRlingasögur og samanstendur af eintölum sem verða flutt eitt á dag af eftirfarandi leikurum: Karli Guðmundssyni, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur, Birni Inga Hilmarssyni, Aðalheiði Halldórsdóttur, Friðriki Friðrikssyni, Eddu Björgu Eyjólfsdóttur, Magneu Valdimarsdóttur, Halldóri Gylfasyni, Ingvari E. Sigurðssyni og henni sjálfri. Verkin verða tekin upp á hljóðsnældur sem hægt verður að nálgast á sýningunni.

Í leikhúsi Dyndilyndi má hlýða á leikritin.
Harpa Arnardóttir by Dyndilyndi