Hildigunnur Birgisdóttir, myndlistarmaður, ræktar upp svæðið í kringum lyftuna og gróðursetur greinar úr einangrunarrörum. Þær verða sveigðar til og festar með gúmmíhönskum og mótorhjólaslöngum og út úr þeim brumast rafmagnsvír. Póstkort með ljósmyndum af verkum barnanna verða síðan hengd á brumin svo gestir fái tækifæri til að líta inn um gluggana á Listbúðunum: Himinn, jörð og byggðin á milli.

Hildigunnur mun einnig sjá um Listbúðir á safni ásamt Margréti H. Blöndal.Hildigunnur Birgisdóttir by Dyndilyndi