Hilmar Örn Hilmarsson, tónverkamaður, framkallar hljóðmyndir á sýninguna gegnum hólf, slöngur og barka. Megas leggur til tón og texta ofan á myndina og saman flytja þeir verkið ásamt barnakór þrisvar sinnum.

Hvernig er hljóðheimur ánamaðksins? Er munur á sveigju til hægri eða vinstri? Finnst birninum gott að syngja sjálfan sig í svefn? Er ljónið að gera tilraunir með raddsviðið og langar það að fara frá barítón niður í bassa? Er örninn að framleiða takta með vængjablakinu og er hringsólið ef til vill í 5/4? Framleiðir marglyttan "blaut" hljóð, eða kemur hún á óvart með einföldum en fastskorðuðum laglínum í kirkjutóntegundunum?Hilmar og Megas by Dyndilyndi