Huginn Þór Arason, myndlistarmaður býr til umgjörð fyrir sýninguna úr yrjóttu joggingefni. Saumar hann mislanga og svera belgi eða pylsur sem minna á skott, rófur, hala, stél, bindi eða sporða sem teygja sig upp í loft, yfir krómuð ljós, undir handrið og stundum vaxa úr þeim tungur sem síga niður á gólf. Þeim verður krækt og smellt saman á ólíka vegu og það verður hægt að breyta þeim eftir þörfum. Verkið leggur línurnar fyrir sýninguna og býr til ramma fyrir þátttakendur til að hreyfa sig í og um og vísa þannig í safnastanda um leið Huginn mun einnig teikna upp letrið á titli sýningarinnar.


Huginn Þór Arason by Dyndilyndi