Kristinn G. Harðarson svífur inn í heim barnabókanna og býr til hjáleið og hliðarheim á vef sem gestir geta skoðað í eigin húsi. Vefinn má skoða hér fyrir neðan.

Verkið er innblásið af refahúsi Sóleyjar Kötlu Þorsteinsdóttur, Austurbæjarskóla. Kristinn gekk inn í umhverfi refsins eins og barn sem kemur að dóti sem leikfélagi þess hefur raðað upp og frá þeim punkti hóf hann leikinn. Kristinn hannar einnig brúðuleikhús og smíðar með aðstoð nemenda úr Myndlistaskólanum. Brúðuleikhúsið verður staðsett í kjallara hjá glugga við hliðina á stiganum. Grunnskólanemendum verður boðið á safnið til að þeir geti samið sögur fyrir rebba og vini hans.
Kristinn G. Harðarson by Dyndilyndi