Kristín Ómarsdóttir semur leikrit á yndismáli þar sem m.a. úlfum, blóðsugum, fegurðardrottningum, hestum, riturum, lífvörðum og dúfum bregður fyrir. Þátttakendur fá að bragða á textanum sem er ýmist saltur, rammur, sætur og framandi eða allt í senn. Því verður freistandi að fá að setja hann upp í munninn, og láta tunguna leiða sig gegnum mold inn í baðkör og blómahöf, eftir sleikibrjóstsykursfingrum til blikkandi augna, inn í þinghús og út um glugga. Textinn verður aðgengilegur á safninu eins og á karaoke stöð og leikmyndin verður unnin í samstarfi við nemendur Brynhildar Þorgeirsdóttur og Ínu Salome Hallgrímsdóttur í Myndlistakólanum.

1. maí verður tileinkaður flutningi verksins fyrir áhorfendur og geta áhugasamir skráð sig á lista. Fulltrúar fullorðinna úr flokki ljósmæðra slökkviliðsmanna, bakara, fuglafræðinga, þroskaþjálfa og skákmanna taka einnig þátt.

Í leikhúsi Dyndilyndi má hlaða niður verki Kristínar.

Kristín Ómarsdóttir by Dyndilyndi