Kristján Eggertsson og Theresa Himmer, arkitektar, vinna með Listasafnið sjálft, bæði sem efnislegan strúktúr og stofnun. Þau skapa nýja ímyndaða innganga í safnið, aðallega í tengslum við megin innganginn, og bjóða þannig íslenska fánu velkomna inn samhliða mannfólkinu. Þessi hugsun kallast á við líkön barnanna í Listbúðunum og safninu sjálfu er breytt í hús fyrir dýr af láði, lofti og legi í skalanum 1:1. Verk þeirra - hinir nýju inngangar- hverfast um hin óraunsæju tengsl milli arkitektúrs safnsins og þarfa hinna ímynduðu gesta. Innblásið af hugmydaauðgi barnanna leikur verkið sér með þá þversögn sem við fyrstu sýn felst í því að takast á við afar óraunsætt verkefni á raunsæjan hátt.







Kristján og Theresa by Dyndilyndi