Möggu Stínu, tónsmið, langar til að heyra hljóðin í vistarverum dýranna t.d. vængjaslátt fiðrildis og sundtök laxamóður. Hún er forvitin að heyra hvaða tónlist verður til þegar hún setur sig inn í takt viðkomandi dýrs og því verður taktur uppistaða í tónverki hennar. Nemendur Bjarkar Guðnadóttur og Ólafar Björnsdóttur í Myndlistaskólanum hanna og smíða slagverkshljóðfæri og saman munu þau svo flytja tónverkið þrisvar sinnum á sýningartímanum ásamt fríðri sveit söngfugla úr ýmsum áttum.

Í leikhúsi Dyndilyndi má heyra verk Möggu Stínu.Magga Stína by Dyndilyndi