Megas, tónlistar og textaverkamaður, leggur til tón og texta ofan á hljóðmynd Hilmars Arnar Hilmarssonar. Verkið verður flutt þrisvar sinnum með barnakór á sýningartímanum.

Börn eru foreldri hins fullorðna manns einsog öllum er ljóst en engum dettur til hugar að áhrifin séu einátta. Staddur sem ég er á þeim punkti ferlisins að nýt ég frjálshyggju foreldra minna get ég líka fært mér í nyt fordæmi þeirra hvað snertir einstaklingshyggju og samfélagsvitund sem máski er þeirra aðal og þó ekki síst þeim vísindum sem bjóða uppá sjálfsagða hluti í dýraríkinu svo sem maðkríuna eða fjallselinn svo ekki sé minnst á sælóuna og botnsjávarfálkann og hin mjög svo hentugu híbýli sem gera þeim tilveruna að draumkenndu ævintýri og eru auk þess svo vel fallin til samfélags við aðrar tegundir fánunnar. Mig langar til að bæta tónum og orðum við og vona bara að afkvæmið ég geti miðlað einhverju til foreldra minna svo gagnflæði megi hefja það ævintýri sem lífið er á enn hærra plan.

Í leikhúsi Dyndilyndi er hægt að hlaða niður Dyndilyndimyndum Megasar.


Hilmar og Megas by Dyndilyndi  

Uglundur by Dyndilyndi