Við skoðuðum kortið sem þau höfðu dregið upp deginum áður af ferðalagi þeirra að heiman og í Myndlistaskólann.
Á göngum skólans var búið að hengja upp ýmsar myndir til innblástur, þar voru borgarmyndir, form úr náttúrunni, mannvirki, samgöngutæki, byggingar, lífverur o.s.frv. Börnin fóru nú fram með gegnsæjan pappír og drógu í gegn það sem vakti áhuga þeirra á myndunum. Síðan mátuðu þau teikninguna við kortið, klipptu hana út og límdu. Sumir klipptu einnig myndir úr blöðum og bættu við kortin.