Olga Olgeirsdóttir, móðir barns sem tók þátt í Línur og landslag – búa til borg:

Ég var að vonum mjög spennt að heyra að skólaárið byrjaði með þeim skemmtilega hætti að krakkarnir fengju að vera heila viku í myndlist...ótrufluð af einhverju öðru!!! 

Oft hefur mér fundist vanta miklu meiri myndlist í skólann, og myndlistin er ævintýri sem spilar á svo marga þætti og gerir, að mínu mati, námið svo miklu skemmtilegra, þannig að þetta voru frábærar fréttir hvað það varðar, nú svo líka að skólarnir væru farnir að vinna saman þ.e. myndlistaskóli og grunnskóli, þeir eru nú nágrannaskólar.

Sólrún var að vonum mjög spennt að byrja og fannst frábært að mæta alla dagana, hún sagði mér að hún myndi ekki vilja missa af neinu þessa vikuna. Hún var dugleg að segja mér frá öllu sem hún var að gera og vinna að, þannig að ég gat hæglega fylgst með. Hún var miklu viljugri að segja mér frá þessu heldur en hinum venjulega skóladegi, þar þarf maður oft að toga út úr henni hvað hún hafi verið að gera. Að vísu skilur maður það, því að þarna var eitthvað nýtt og spennandi á ferðinni.

Sólrún sagði mér að hún væri að fræðast um borgir og byggingarlist og henni fannst mikið upplifelsi að fara upp í turninn á Landakotsspítala og horfa yfir og teikna það sem þau sáu. Svo var hún að vinna með allskonar skrítin efni sem var skemmtilegt og að hennar sögn var lang skemmtilegast að fá að gera heila borg, sjálf og með krökkunum.

Einn daginn kom hún heim með tvo brennda putta eftir límbyssuna, það var ekki til að minnka áhugann á að mæta. Nú, ég man eftir að hún minntist á að það væri svo gaman að vera annars staðar... og að vera á öðrum stað í frímínútum, þannig að ég held að það sé alveg rosalega gott fyrir þessa krakka að breyta um umhverfi, það hlýtur að hreyfa við einhverju og koma einhverju skemmtilegu og nýju af stað. Ég held að þetta hafi verið alveg rosalega góð byrjun á skólaári og mun vonandi skila sér út í skólastarfið og lífið.

Sýningin var svo bráðnauðsynlegur endapunktur á vikunni þar sem við (foreldrarnir) fengum að sjá hvað þau hefðu verið að gera... sniðugt að láta þau bíða niðri og taka á móti foreldrum sínum og leiða þau um sýninguna...

 


þar var frábært að sjá hvert hugmyndaflugið hafði flogið með þau og frábært að nota allan þennan 'verðlausa' efnivið.  Mér fannst ég skynja að þau hefðu fengið að vinna verkið mikið á sínum forsendum... og að síðustu flaug þarna setning sem er eiginlega sterkasta minningin frá vikunni:...„mamma ég get ekki hugsað mér að yfirgefa Myndlistaskólann“.Sigrún Edda Theodórsdóttir, móðir barns sem tók þátt í Línur og landslag búa til borg:

Í haust var hefðbundið skólastarf í 3. bekk Breiðholtsskóla brotið upp og fóru nemendur í Myndlistaskólann í Reykjavík þar sem þau unnu að fjölbreyttum verkefnum í eina viku. Dóttir mín, Rosalie, var strax mjög spennt og var það ljóst strax eftir fyrsta daginn að hún varð ekki fyrir vonbrigðum. Eftir skóla á mánudeginum talaði hún inn á símsvarann á símanum mínum, hún gat ekki beðið eftir að ég kæmi heim úr vinnunni til að segja mér frá: “Mamma, heyrðu ég verð að segja þér... heyrðu þetta var geðveikt skemmtilegur dagur og við vorum að... við fórum... við vorum að... æi heyrðu ég segir þér frá öllu þegar þú kemur heim. Flýttu þér! Bæ.” Og svona var upplifun hennar sterk á hverjum degi þessa vikuna. Það sem ég fékk að vita var nú samt sennilega bara brot af öllu því sem hún fékk að fást við þessa vikuna.

Ég fann á henni að hún var að læra ný hugtök, tengja saman á nýjan hátt, uppgötva borgina og umhverfið, átta sig á formum og munstrum alls staðar í kringum sig. Við áttum mjög skemmtilegar samræður eftir skóla um borgarskipulag, arkitektúr, samfélagið, fallegar byggingar í vesturbænum og margt fleira og ég fann að
  hugur hennar hafði algjörlega opnast upp á gátt. Það kom mér á óvart hvað átta ára gömul stúlkan fjallaði um þessi mál af miklum áhuga og það að hún skyldi yfir höfuð skilja eitthvað í þessu öllu saman.  Það er í mínum huga alveg ljóst að þarna fékk hún að takast á við krefjandi verkefni sem hún þó réði alveg við og þarna tókst að sameina flest fögin í skólanum í spennandi verkefni. Ég sá fyrir mér að þarna hafi skapast fínn vettvangur fyrir einstaklingsmiðað nám og hver og einn gat unnið á sínum forsendum. Alveg til fyrirmyndar!

Mér fannst líka skemmtilegt að heyra að kennurunum tókst líka að spila inn á tilfinningarnar.  Einn daginn kom Rosalie nefnilega heim alveg miður sín. Hún og hópurinn hennar þurfti nefnilega að láta af hendi verkefnið sem þau höfðu unnið að og annar hópur tók við því.  Þetta reyndi á hana alveg á nýjan hátt og hún tók þetta mjög nærri sér. En svona er lífið, og áframhaldandi uppbygging annarrar borgar tók við með spennandi tækifærum.

Eftir að hafa heyrt hana lýsa skóladögunum þessa vikuna var ég orðin nokkuð spennt að þiggja boð frá hópnum. Foreldrum og aðstandendum var boðið að koma og skoða afrakstur vikunnar. Upplifun mín var líka sterk þegar ég rölti um og skoðaði hina ýmsu

borgarhluta sem höfðu hvert sitt þema.  Þau voru búin að nýta alls konar efni í uppbygginguna, hugmyndaflugið fékk að njóta sín þó að þau fylgdu ákveðnu skipulagi. Ég sá fyrir mér að í þessu verkefni hefðu flestir fengið tækifæri til að nýta sína hæfileika, hvar svo sem þeir liggja. Nemendurnir voru mjög spenntir yfir að sýna sínar hugmyndir og voru stoltir af útkomunni. Einn nemandinn, sem af lýsingu dóttur minna á svolítið erfitt með að passa inn í hefðbundna kennslustofu og takast á við verkefnin þar, fékk sérstakt lófaklapp frá gestunum fyrir sérlega vel heppnaða hönnun. 

Þegar ég gekk út af sýningunni hugsaði ég með mér að þessi kennsluaðferð væri framtíðin í skólastarfi. Dóttir mín fékk tækifæri til að nýta sína hæfileika, hún hugsaði út fyrir “boxið” og lærði meira í samfélagsfræði, íslensku, lífsleikni, myndlist og örugglega fleiri fögum á þessari viku en ég hefði getað ímynda mér í byrjun.

Kærar þakkir til starfsfólks, Myndlistaskólans í Reykjavík og Breiðaholtsskóla. 

Ólafur Mathiesen arkitekt, faðir barns sem tók þátt í Himinn, jörð og byggðin á milli:

Listbúðirnar í byrjun haustmisseris komu okkur foreldrunum skemmtilega á óvart. Einhver kvíði í bland við eftirvæntingu hafði einkennt vikuna á undan skólabyrjun, en þegar Listbúðirnar hófust virtist létta yfir drengnum okkar. Hann var spenntur að mæta á morgnana og allur upprifinn eftir daginn.Og þannig leið hver dagur vikunnar þar til lokasýningin fór fram. Þar var okkur kynntur afrakstur vikunnar, lokaverkefnið og skráning á atburðum og rannsóknum undangenginna daga. Ljóst var að gott samband hafði myndast á milli nemenda, kennara og leiðbeinenda og að börnin höfðu lært mikið á þessum stutta tíma. Námsefnið, himinn, haf og byggðin á milli, gaf tilefni til margþátta spennandi rannsóknavinnu og börnin skiluðu af sér fjölbreyttum og metnaðarfullum verkefnum. Í samræðum við okkar dreng eftir námskeiðið kom fram að hann hafði notið sín vel, fannst efnið spennandi og leiðbeinendur hvetjandi og hjálplegir. Reyndar vildi hann gjarna að námskeiðið væri lengra. Það væri hollt ef hvert haustmisseri gæti hafist á þennan máta.

Námsefni í byggingarlist er af skornum skammti í grunnskólakerfinu og nauðsynlegt að hlúa að þeim

 

 

 

Unnur Ágústsdóttir, móðir barns sem tók þátt í Himinn, jörð og byggðin á milli:

Ég á barn í Fossvogsskóla sem býr við þau forréttindi að geta sent börn skólans á vikunámskeið í Listabúðir í Myndlistaskóla Reykjavíkur

Sonur minn var þar í viku og vildi ekki hætta, hann var gríðarlega ánægður með verkefnin sem voru skapandi og áhugaverð. Hann fékk að nýta eigin sköpunargáfu til að skapa og móta hugmyndir úr öllum áttum án hindrana. Þau lærðu að vinna með ólík efni og ólíkar hugmyndir og að hugmynd getur orðið að veruleika í smærri mynd með ýmsu verðlausu efni sem finna má hér og þar innan- og utandyra.

Hann bíður spenntur eftir að fá að taka aftur þátt í sambærilegu verkefni.

Hvernig er þetta ólíkt hefðbundinni myndmenntakennsla í grunnskóla? þá er þar fyrst að nefna samvinnu hópsins, eflingu á hugmyndum hvers einstaklings og vinnu bæði utan- og innandyra. Nýtt umhverfi skiptir einnig sköpum fyrir börnin.

 

Björg Melsted, umsjónarkennari í 4.bekk Melaskóla sem tók þátt í Himinn, jörð og byggðin á milli:

Í ár var Melaskóla boðið að taka þátt í Listbúðum á vegum Myndlistaskólans í Reykjavík. Við þáðum það boð án þess að vita nákvæmlega hvað í því fælist.
Ég get sagt fyrir mína hönd að ég varð ekki fyrir vonbrigðum og aðrir kennarar sem tóku þátt voru einnig sammála mér um að vel hefði til tekist.

Ég er með kennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands og einnig með BA próf frá Listaháskóla Íslands. Ég kenndi myndmennt í skamman tíma en fyrir fjórum árum tók ég að mér bekkjarkennslu á yngra stigi. Ég hef lengi haft áhuga á að samþætta myndlist/skapandi vinnu og aðrar greinar. Ég tel að fjölbreyttir kennsluhættir séu mjög mikilvægir í kennslu og sérstaklega meðal yngri barna. Ég tel að gott samstarf við aðra sérgreinakennara sé mikilvægt til að hægt sé að samþætta greinar t.d í þemaverkefnum. Það er yfirleitt verkefnum til góða að fleiri en einn kennari með ólíka kunnáttu og þekkingu komi að vinnslu þess og framsetningu.

vaxtarsprotum sem gefast. Í þessu tilviki, Listbúðum, samvinnu grunnskóla og listaskóla, helst faglegur metnaður og geta til að fullnusta hann, hönd í hönd. Að lokum vil ég eindregið mæla með áframhaldandi stuðningi við þetta mikilvæga verkefni.

Í því ferli er mikilvægast að vera opin fyrir öllum hugmyndum og skoða verkefnið frá ólíkum sjónarhornum, ekki útiloka neitt og koma auga á einfaldar lausnir á útfærslu og að lokum að kynna fyrir öðrum niðurstöður verksins.Í mínum huga er þetta skapandi vinna sem er jafn mikilvæg fyrir alla að kynnast eins og að læra og muna staðreyndir.

Það var því mjög ánægjulegt að sjá að í Listbúðunum var einmitt þessi skapandi vinna höfð að leiðarljósi. Kunnátta og sérþekking þeirra sem koma að verkefninu skín í gegn og það var einstaklega gaman og fræðandi að vinna með þeim sem stóðu að verkefninu og nemendum í Listbúðunum.

Það er mín ósk að sem flestir grunnskólanemendur fái tækifæri til að taka þátt í Listbúðum hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur.

 

Það mikilvægast sem ég lærði í mínu myndmenntanámi fyrir utan tæknikunnáttu var að öðlast þá færni að fylgja eftir hugmynd frá upphafi til enda. Í því ferli er mikilvægast að vera opin fyrir öllum hugmyndum og skoða verkefnið frá ólíkum sjónarhornum, ekki útiloka neitt og koma auga á einfaldar lausnir á útfærslu og að lokum að kynna fyrir öðrum niðurstöður verksins.

Í mínum huga er þetta skapandi vinna sem er jafn mikilvæg fyrir alla að kynnast eins og að læra og muna staðreyndir.

Það var því mjög ánægjulegt að sjá að í Listbúðunum var einmitt þessi skapandi vinna höfð að leiðarljósi. Kunnátta og sérþekking þeirra sem koma að verkefninu skín í gegn og það var einstaklega gaman og fræðandi að vinna með þeim sem stóðu að verkefninu og nemendum í Listbúðunum.

Það er mín ósk að sem flestir grunnskólanemendur fái tækifæri til að taka þátt í Listbúðum hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur.