Á málþinginu fór fram formleg opnun og kynning á rafrænum hugmyndabanka Myndlistaskólans, kveikjan.is, sem að hluta tengist verkefnum sem sprottið hafa fram úr fyrri Listbúðum. Hugmynda-bankanum er ætlað að koma til móts við þá þörf
sem er á kveikjum og verkefnum á sviði byggingarlistar í kjölfar nýrrar menningarstefnu stjórnvalda í mannvirkjagerð.
Af sama tilefni kom Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt,
og kynnti bók sína "Byggingarlist í augnhæð".
Á málþinginu talaði einnig Guðný Helgadóttir frá Menntamálráðuneytinu og kynnti stefnu stjórnvalda um byggingarlist (útg. 2007) og þá sérstaklega þann kafla sem lýtur að menntun almennings á sviði byggingarlistar og umhverfisvitundar. Markmiðið með málþinginu auk þess að kynna Dyndilyndi og kveikjuna.is var að skapa vettvang fyrir beinar samræður milli þeirra sem móta menntastefnu listgreinanna og þeirra sem ætlað er að framfylgja henni og hrinda í framkvæmd.
Kallaðir voru til panelumræðna Jón Reykdal frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands, Margét Kristinsdóttir frá Fossvogsskóla sem fulltrúi grunnskólakennara, Ásthildur Jónsdóttir frá listkennsludeild í Listaháskóla Íslands og Guðrún Gísladóttir frá Félagi Íslenskra myndmenntakennara.
Málþingið sóttu myndlistakennarar og almennir grunnskólakennarar. Þar kom fram mikil ánægja með tilkomu kveikjunnar og höfðu margir á orði að loksins væri þar langþráður draumur að rætast.